miðvikudagur, september 13

owner of a lonely heart


ahhhh ekkert jafnast á við að skríða upp í kósírúm með svörtum pardusi undir lýsingu sprittkerta og snæða sér á kexi og ostum...mmmm... sérstaklega er þetta kósí eftir langan námsdag sem hófst kl.10 í morgun og er að ljúka núna hálfum sólahringi seinna. ég hef lesið fyrir báða tímana mína á morgun og gert verkefnin. það ætti því að vera einkar ljúft að mæta og vita hvað kennarinn er að rabba um og jafnvel skjóta einn spurningu að....
þetta er fyrsti skóladagurinn sem ég hef virkileg hellt mér út í lærdóminn og ég verð að segja að það er bara ágætis tilfinning.
áherslur þessa haust verða aðrar, ég finn það. ég hugsa þetta verði haustið sem ég ræktaði vinkonur mínar. í fyrra var haustið þar sem ég ræktaði mig sem kynveru. í ár verða það stelpurnar mínar. og auðvitað skólinn, hann er víst alltaf á kantinum. undanfarnar tvær vikur hef ég verið afskaplega iðin að sækja vinkonur mínar heim eða bara bjóða þeim til mín.
það er að detta í ár frá magnaðasta stefnumóti lífs míns (no supernova pun intended)og ég held að kroppurinn minn muni eftir því.
í seinustu viku kom hún elsa mín til mín með fisk frá fylgifiskum og við elduðum saman. ég opnaði eina rauða og skellti nokkrum ritzörum og ostum á disk svona með dýrindis laxinum. ég var búin að yfirborðsþrífa eða bara taka til og kveikja á kertum. billy holiday var á fóninum. mér leið eins og ég væri að undirbúa ofurdeitið. það var með fiðrildum í maganum sem ég tók á móti henni elsu minni í alveg yndislega stelpu kvöldstund þar sem mikið var spjallað og enn meira hlegið...
alveg frábært kvöldstund í alla staði.
vikan leið í kaffi og matarboðum hjá hinum og þessum skvísum...
svona á lífið að vera, klárlega!
ég meira að segja bauð í rauðvín og osta í gær....
já þetta er málið, kúr og rauðvín með þessum elskum sem ég er svo heppin að kalla sem vinkonur mínar...ahhhh....

að öðru og heldur alvarlegra málefni.
ég lenti í því ansans óheppni að týna Mach3 rakvélinni minni.
þessa elska og ég höfum gengið í gegnum tímana tvenna og skógana þykka og nú er hún týnd!
mig grunar að hreindýrið á hótelinu í bangkok hafi hnuplað henni þegar hún sá hversu vel snyrt ég var undir höndunum þegar ég baðaði þeim út í miklum frásagnarham við morgunverðarbuffetið....
þannig nú má með sönnu segja að á suðurgötunni er ástandið svart!
ég hugsa ég splæsi í nýja í næstu bónusferð með pabbalingi eða plati eiríku frænku til að kaupa kana Mach3 sem víbrar....hún á víst að ná voðalega góðum rakstri.. i bet, shaving has never been this fun!

ég komst að því í samræðum við vinkonur mínar í gær að það telst dónalegt að benda öðru fólki á að það sé loðið á kynfærunum.
svona getur maður verið ókurteis og það alveg óvart!
enda reyndar sagt um okkur bogamennina að við segjum oft eitthvað sem við meinum svo vel en það misskilst og kemur út sem móðgun. þetta er týpíkst svona tilvik.

annars er lífið við sama heygarðshornið. vísindaferð á föstudaginn í lansarann, deit með tæjunni raxibob annað kvöld og forseti rússlands vill lögleiða vændi til að karlmenn geti hætt að berja hvorn annan og fá útrás ofan á saklausum ungum stúlkum. þetta hljómar bara eins og minn fyrrverandi, hann ætti kannski bara að flytja til rússlands.
hvaða andskotans hálvitaskapur er það annars að halda að það að lögleiða vændi muni minnka fordóma gagnvart innflytjendum; hvaðan halda þeir annars að vændiskonurnar séu frá; nágrannar að drýgja tekjurnar??
en kannski er þetta rétt, kannski er betra að þessi pirruðu rússar hætti að berja aðra karlmenn og fari að berja konur. enda er það vitað mál að kenningar Freuds eru heilög vísindi sem er búið að margsanna og við erum öll bara útúrtrekktar tifandi kynferðislegar tímasprengjur sem gætum sprungið við næsta augngot...
nei þá er nú um að gera að skella sér á eina, þá getum við öll lifað í sátt og samlyndi.
ég er að spá i að senda forseta ísraels bréf og ráðleggja honum að næstu 16 klst af lífi hans, þar sem kallinn var sendur í frí og svona, eigi hann bara að fara á konuna sína og kannski systur hennar og hafa gaman. rúnka sér aðeins á þeim og kannski löðruna og flengja, allavega konuna sína.
ég er viss um að hann komi endurnærður tilbaka og tilbúinn að finna lausn með palestínumönnum.
hvernig væri þessi heimur ef við konurnar værum kynferðislega ófullnægðar?
jedúddamía, ætli jarðkringlan myndi bara ekki hætta að snúast?
en sem betur fer er það einnig staðreynd að konur eiga auðvelt með að fá fullnægingu og því, svona til að létta á spennunni okkar, seljum við okkur til allra þessa pirraða karlmann sem enga ást fá heima hjá sér. svo sniðugt að fá útrás og græða pening!

stundum stend ég sjálfa mig að því að finnast heiminum vant viðbjargandi.. en þetta er bara stundum.

las um þróunarlega sálfræði í dag og deiluna um erfðir vs umhverfi. pabbi bauð mér svo í chai latte á kaffitár og hóf einmitt spögleringar um okkur systkinin og hversu ólík við værum og reyndi að finna þætti í umhverfinu okkar sem gæti hafa mótað okkur.. pabbi var greinilega hlynntur umhverfinu. ég reyndar held að umhverfispælingar séu í tísku til að útskýra hina og þessa persónuleikaþætti hjá fólki. erfðaþátturinn er vinsælli skýring hjá fíklum og þunglyndissjúklingum..
ég benti föður mínum á það að ef ég mótaðist eingöngu af umhverfinu þá væri ég nú ekki sú sem ég er í dag og þá væru systkini mín ekki þau sem þau eru í dag...
ég held að margir trúi því að ef maður elur bara rétt upp þá....
þá séu möguleikarnir óendanlegir og allir geta orðið læknar og lögfræðingar...

ég komst að því í kvöld að það er strákur að fylgjast með mér.
þetta mun ekki þróast neitt þar sem hann á kærustu, þessu komst ég að með pínu njósnum.
það virðist vera vinsælt þessa dagana að eiga kærustu eða vera deita og reyna svo við mig á kantinum, ég hér með afþakka öll slík boð.
þið þarna pungar sem eigið kærustur skuluð bara sinna þeim betur!
(en rúnk rúnk fyrir egóinu mínu-óneitanlega, okkur dreymir öllum um að vera ógleymanlegar og ýta ykkar á barm sturlunar við það eitt að heyra minnst á nafnið okkar..)

ég er heltekin af hugmyndinni um jólahald erlendis.
og reyndar skipulagningu jóla og afmælisgjafa.

siggadögg
-sem er farin að nota hrukkukrem-

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var það ekki bæjarstjóri í bæ einum í Rússlandi frekar en forsetinn sem vildi lögleiða vændi til að reyna loka á kynþáttafordóma í bænum. Með því vildi hann láta menn fá " öðruvísi " útrás og að þeir myndu kynnast örðum kynþáttum svo að hatrið myndi hverfa? Þá spyr ég ætlaði hann þá að flytja inn vændiskonur af öllum kynþáttum til að menn kynntust öllum kynþáttum? og hvað þá með konurnar? Þ'u ætti þá að geta redda fyrir honum ladybojum sem þú " kynntist " úti :) ( fyrir viðkvæma þá vil ég taka fram að þetta f. ofan er kælhæðni og fíflaháttur ). En þvílíkur hálvitaskapur hjá manninum reyna loka á annað vandamál með að búa til nýtt.

Kveðja Mystery Man

e.s. Mia ef þú hefur það í þér þá endilega komdu með punkt og vertu með bæjarstjóranum. Fannst þú vera góð í rökfærslum og langar til að sjá hvað þú hefðir að segja, og kannski gaman þá að rökræða þetta þá við þig.

Mia sagði...

Ég hef nú ekki heyrt um þetta, en þessi maður er klárlega arfavitlaus og kannski spurning um að athuga hvar hann var staddur 26. Apríl, 1986. Hann hefur klárlega orðið fyrir einhverjum alvarlega forheimskandi áhrifum.

En það er erfitt að rökræða um hluti sem ekki eru skiptar skoðanir um. Ég held að það verði allar viti bornar manneskjur að játa það að það að leyfa vændi mun ekki minnka ofbeldishvöt og kynþáttahatur. Get ímyndað mér fátt annað sem yki eins á kynþáttahatur eins og að útmála aðra kynþætti sem óæðri verur, leikföng og mellur. Hvaða sem öllum gloríum sem einn kjarnorkugeislaður Rússi er að gera sér líður, þá held ég að þessi hugmynd sé svo vitlaus að það taki því varla að eyða á hana orðum. EN... ég segi eins og Sigga að mér finnst stundum eins og heiminum sé ekki viðbjargandi. Hver veit nema að meirihluti Rússnesku þjóðarinnar ákveði að þetta sé EINMITT lausnin.

Konur eru náttúrulega bara neysluvara fyrir karlmenn, og oft hægt að hafa gagn og gaman af svo lengi sem græðgin fer ekki úr böndunum, sbr. orð fyrrverandi forsætisráðherra okkar.
"Hugtök eins og eignagleði eru góð og gild, en það er bara eins og annað sem vekur hjá manni gleði, hvort sem það er matur, vín eða konur, það þarf að vera hófsemd í þeim efnum til að vel fari."

Já... það er spurning um að athuga hvar HANN var 26. Apríl, 1986.

Nafnlaus sagði...

Já spurning hvort Chernobyl hafi haft áhrif á hugsun og heilbrigða skynsemi hans. En gaman að lesa eftir þig Mia, þú ert mjög góður penni með sterkar skoðarnir, þroskaðan orðaforða og leynist skemmtileg kaldhæðni inn í skrifum þínum.

Kv. Mystery Man

Nafnlaus sagði...

get a room skiluru

eks sagði...

ohhh já takk geðveikt fyrir kvöldið sigga, þetta var nú bara alveg mega. Það er fátt betra en gott date með henni siggu minni :) Með jólagjafirnar þá líst mér bara vel á þetta EN ég ætla samt að fá að gefa þér litla jólagjöf, afmælisgjafirnar frá þér jafnast nú alltaf á við 2faldan doze svo það passar bara held ég ;)

En hvað finnst fólki þá um dýravændið í DK? Fyrir mína parta þá varð mér nú bara óglatt af því að lesa þessa grein.... :(